Útboð Arion banka á að hefjast í dag og að bréfin verði tekin til viðskipta í Svíþjóð og Íslandi um 15. júní. Gengi bréfanna mun miðast við um 0,6 til 0,7 krónur fyrir hverja krónu af eigin fé. Forkaupsréttur ríkisins, sem fallið var frá við hlutafjárútboðið miðaðist við 0,8 krónur fyrir hverja krónu af eigin fé.

Grunnstærð útboðsins miðast við 452,5-724 milljónir eða sem samsvarar 22,6-36,2% hlut í bankanum. Það þýðir að heildar söluandvirði útboðsins nemur að lágmarki 35,4 - 41,1 milljörðum króna.

Alþjóðlegu fjárfestarnir Lansdowne og Miton hafa skuldbundið sig til þátttöku í útboðinu innan verðbilsins sem hornsteinsfjárfestar. Lansdowne fyrir sem nemur 38 milljónum dollara og Miton fyrir sem nemur 22,5 milljónum bandaríkjadala. Samtals nemur skuldbinding þeirra u.þ.b. 20% af lágmarksstærð útboðsins. Bæði félög eru umsvifamiklir eigendur félaga í Kauphöll Íslands.

Útboðinu á að ljúka 13. júní fyrir almenna fjárfesta á Íslandi og í Svíþjóð, en endi þann 14. júní fyrir fagfjárfesta.