*

þriðjudagur, 7. júlí 2020
Innlent 22. nóvember 2019 14:26

Arion skoðar að útvista innheimtu

Bankinn stofnaði í október félagið Debitum hf., en skráður tilgangur félagsins er að sinna innheimtu.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

 Arion banki er með til skoðunar að útvista innheimtu hjá fyrirtækinu. Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi bankans, segir málið skammt á veg komið. Engar ákvarðanir hafi verið teknar. „Við erum að skoða fyrirkomulag innheimtumála hjá okkur og fýsileika þess að útvista þeirri starfsemi. Málið er í skoðun. Það hafa engar ákvarðanir verið teknar.“

Bankinn stofnaði í október félagið Debitum hf., en skráður tilgangur félagsins er að sinna innheimtu. Georg Andersen, fyrrverandi framkvæmdastjóri Inkasso, er skráður framkvæmdastjóri fyrirtækisins.