Arion banki er með til skoðunar að útvista innheimtu hjá fyrirtækinu. Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi bankans, segir málið skammt á veg komið. Engar ákvarðanir hafi verið teknar. „Við erum að skoða fyrirkomulag innheimtumála hjá okkur og fýsileika þess að útvista þeirri starfsemi. Málið er í skoðun. Það hafa engar ákvarðanir verið teknar.“

Bankinn stofnaði í október félagið Debitum hf., en skráður tilgangur félagsins er að sinna innheimtu. Georg Andersen, fyrrverandi framkvæmdastjóri Inkasso, er skráður framkvæmdastjóri fyrirtækisins.