Greiningardeild Arion banka spáir því að ársverðbólgan hækki í 3,2% úr 3,1%. Frá þessu er greint í Markaðspunktum bankans .

Við spáum að vísitala neysluverðs hækki um 0,3% í ágúst, sem er lækkun frá bráðabirgðaspá okkar sem hljóðaði upp á 0,4% hækkun vísitölunnar. Samkvæmt spánni hækkar ársverðbólgan í 3,2%, úr 3,1%," segir í greiningunni.

Fyrr í dag var greint frá því að Landsbankinn og Íslandsbanki hafi spáð 3,1% ársverðbólgu.

Af helstu hækkunarliðum spárinnar má nefna að útsöluáhrif ganga lítillega til baka, bæði á verði fatnaðar og húsgagna, greidd og reiknuð húsaleiga hafa áfram jákvæð áhrif á vísitöluna til hækkunar, þrátt fyrir að dregið hafi úr framlaginu m.v. undanfarin ár, matarkarfan hækkar og verðmæling á netinu bendir til að listaverð á nýjum bílum hafi hækkað hjá bílaumboðum," segir jafnframt í Markaðspunktum Arion.