Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka segir að hann telji að það muni draga til tíðinda í söluferli bankans á næstu 6 til 18 mánuðum.

Hann vildi ekki þó vildi ekki staðfesta að neinn áhugasamur aðili hafi sett sig í samband við bankann en að hann hafi þó fundið fyrir áhuga.

Höskuldur segir einnig að hann telji að Arion banki sé afar söluvænlegur banki, rekstur hans og eiginfjárstaða sé sterk. Einnig gæti það verðið mögulegt að kaupa bankann í heild sinni, eða í það minnsta afar stóran eignarhlut. Slík kaup eru eðli málsins vegna vænni eign heldur en að kaupa minnihluta.

Ríkið á í dag 100% í Íslandsbanka, 98% í Landsbankanum og 13% hlut í Arion banka. Ekkert hefur verið gefið upp um hvort á dagskrá sé að selja hlut ríkisins í Arion banka eða Íslandsbanka, en Íslandsbanki komst í eigu ríkisins með stöðugleikaframlagi um síðustu áramót. Samkvæmt fjárlögum 2016 er þó gert ráð fyrir því að selja um það bil 30% eignarhlut í Landsbankanum á þessu ári.

Þrír stærstu lífeyrissjóðir landsins tóku ákvörðun um það í nóvember í fyrra að hefja viðræður við slitastjórn Kaupþings um möguleg kaup á Arion banka. SÍðan þá hefur lítið þokast í þeim viðræðum, en samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins má búast við því að meiri hreyfing komist þar á nú þegar uppgjör Arion fyrir síðasta ár hefur verið birt.