Arion banki er tilbúinn til þess að kaupa útlán Íbúðalánasjóðs, komi það til greina þegar sjóðurinn verður endurskipulagður. Þetta segir Höskuldur Ólafsson, forstjóri Arion banka, í samtali við Bloomberg.

Við munum íhua það alvarlega, sagði Höskuldur í viðtali í Lundúnum. Fram kemur í Bloomberg að Íbúðalánasjóður eigi 65% af íbúðalánum. Höskuldur segist vilja breyta því. „Ég held að þarna séu tækifæri fyrir viðskiptabankana á Íslandi,“ segir hann.

Eins og fram hefur komið stendur Íbúðalánasjóður mjög illa og staðan versnar með hverju ári sem líður.