Arkitektastofan WilkinsonEyre hefur verið valið til að leiða hönnun ALDIN Biodome sem er risastór þjónustukjarni í svokölluðu visthvolfi sem reisa á við suðurenda friðlandsins í Elliðaárdal, nánartiltekið á nýrri lóð við Stekkjarbakka Þ73.

Arkitektar WilkinsonEyre hafa áður komið að hönnun fyrir konunglega breska garðræktarfélagið, The Royal Horticultural Society, nánar tiltekið Garden Wisley garðinn, en þar er um að ræða miðstöð garðyrkjuvísinda- og náms í Surrey skíri í Bretlandi, sem hefur það að markmiði að bjóða upp á fræðandi upplifun fyrir gesti.

Jafnframt kom félagið að hönnun Cooled Conservatories Gardens by the Bay, í Singaúr, sem sést hér að neðan, en um er að ræða fimmfalt stærra mannvirki en Aldingarðurinn á að verða hér. Í húsinu eru ýmis vistkerfi sem eru talin í útrýmingarhættu vegna loftslagsbreytinga.

Visthvolf í Singapúr, teiknað af WilkinsonEyre
Visthvolf í Singapúr, teiknað af WilkinsonEyre
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Starfsemi Aldin Biodeme er ætlað að efla hug og anda, tengja fólk við græna náttúru allan ársins hring og þar með er von aðstandandenda að stuðla þannig að jafnvægi, hamingju og heilbrigðum lífstíl.

Gestir geti þangað sótt sér innblástur og orku hvort sem þeir séu að sinna daglegum athöfnum, s.s. að vinna í grænu umhverfi, sinna andlegri og líkamlegri heilsu, versla eða að njóta afþreyingar og slaka á. Var ráðning arkitekta WilkinsonEyre liður í því að tryggja að verkefnið uppfylli ströngustu kröfur um gæði, sjálfbærni og heilsusamleg mannvirki.

Eru aðstandendur verkefnisins jafnframt þakklátir bæði borgarráði Reykjavíkur fyrir að samþykkja lóðina undir kjarnann og Landslagi ehf. arkitektum fyrir samstarfið. Hér að neðan má sjá mynd innan úr lífhvolfi arkitektana sem koma að Aldin lífhvolfinu í Elliðárdalnum, sem þeir hönnuðu í Singapúr.

Visthvolf í Elliðaárdal
Visthvolf í Elliðaárdal
© Kevin Scott (Kevin Scott)