Norræni mjólkurvörurisinn Arla hefur sagt 79 manns upp störfum í Danmörku vegna banns Rússlandsstjórnar á innflutning matvæla frá aðildarríkjum Evrópusambandsins. Þessu greinir Vísir frá.

Stöðurnar sem um ræðir eru í fimm mjólkurbúum í Troldhede, Vium, Høgelund, Bislev og Holstebro. En Arla hefur verið að flytja inn ost og smjör í miklum mæli til Rússlands.

Eins og VB.is greindi frá tilkynnti Dmitri Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, í síðustu viku að bannaður yrði innflutningur á ýmsum matvælum meðal annars ávöxtum, grænmeti, fiski, kjöti og mjólkurvörum frá Bandaríkjunum, aðildarríkjum ESB, Ástralíu, Kanada og Noregi. Þetta var gert til að svara viðskiptaþvingunum Vesturlanda á hendur Rússum vegna deilunnar í Úkraínu.