Samkvæmt nýrri raforkuspá mun notkun forgangsorku sem afhent er frá dreifikerfum aukast um 15% fram til 2020 og um 100% næstu 36 árin. Þetta kemur fram í nýrri raforkuspá Orkustofnunar. Árleg aukning raforkunotkunar er tæp 2% á ári.

Orkunotkun heimila, utan rafhitunar, náði hámarkði árið 2009 og var hún þá 4,9 MWh/heimili að meðaltali. Síðan þá hefur notkunin minnkað jafnt og þétt og var komin í 4,5 MWh/heimili árið 2014 og hefur ekki verið jafn lítil í áratug.

Í spánni kemur fram að helstu orsakir lækkunarinnar eru breytingar á lýsingu þar sem nýjar perur eru mun orkugrennri heldur en gömlu glóperurnar. Nýjum tækjum á heimilum hefur farið fjölgandi, en á móti eru flestar nýjar tækjategundir orkugrannar. Í spánni er gert ráð fyrir að orkunotkun muni halda áfram að dragast saman og  og ná lágmarki við um 4,0 MWh/heimili.