Flugumferð á Norðurlöndunum hefur aukist um 67% frá árinu 2001 á meðan flugumferð í heiminum öllum hefur aukist um 87%.

Þetta kemur fram í 20 ára heimsmarkaðsspá evrópska flugvélaframleiðandans Airbus. Spáin var upphaflega birt í lok september en hefur nú verið brotin niður eftir svæðum og var birt þannig í vikunni.

Eins og Viðskiptablaðið greindi frá í gær telur Airbus að norræn flugfélög muni þurfa 424 nýjar farþegavélar á næstu 20 árum, eða til ársins 2030, til að anna eftirspurn.

Þá kemur fram í markaðsspá Airbus að ferðaþjónusta hafi aukist á Norðurlöndum og að hún muni vega um 6,5% af vergri

Airbus A350
Airbus A350
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
þjóðarframleiðslu Norðurlandanna árið 2020, samanborið við 5,6% nú. Þannig gerir Airbus ráð fyrir 4% aukningu flugfarþega á ári á sama tímabili. Til samanburðar telur Airbus að fjöldi flugfarþega muni aukast um 3,5% á meginlandi Evrópu á tímabilinu.