Útgjöld hins opinbera til menningarmála jukust um 33,6% milli áranna 1998 og 2008. Sé litið til ársins 1998 voru útgjöld til menningarmála 10,3 milljarðar króna á verðlagi ársins 2008. Tíu árum seinna voru útgjöldin 19,3 milljarðar. Nú þarf hver Íslendingur að greiða 45 þúsund á ári í menningarmál í gegnum ríki og sveitarfélög. Fyrir þá upphæð gæti hver einstaklingur farið til dæmis í kvikmyndahús 45 sinnum yfir árið. Upphæðin nam rúmum 33 þúsundum árið 1998.

Útgjöld til ráðuneyta og Alþingis námu 3,3 milljörðum króna árið 1998 en voru 5,9 milljarðar 2008 á verðlagi þess árs. Sé miðað við útgjöld á mann hafa þau aukist úr því að vera 10.900 krónur á mann árið 1998 í 13.700 krónur tíu árum seinna. Þetta jafngildir fjórðungshækkun á þessu tímabili eða 25,4%. Þetta kemur fram í Hagtíðindum Hagstofu Íslands.