Breska tæknifyrirtækið ARM Holdings hefur fengið yfirtökutilboð sem nemur 24 milljörðum punda. Tilboðið barst frá japanska tæknirisanum Softbank. Markaðsvirði ARM nam 16,8 milljörðum punda við lokun markaða fyrir helgi. Tilboðið er því rúmlega 40% hærra en markaðsvirði bréfanna var á föstudaginn.

ARM hannar og framleiðir örgjörva, sem notaðir eru af fyrirtækjum á borð við Apple og Samsung. Félagið var stofnað árið 1990, skaffar rúmlega 3000 störf, og er skráð í kauphöll Lundúna.