Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi í komandi sveitarstjórnarkosningum sem fram fara þann 26. maí. Listi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi var samþykktur á fundi fulltrúaráðs flokksins í gærkvöldi.

Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi ákvað í nóvember síðastliðnum að valið yrði á lista með uppstillingu að þessu sinni en níu manna uppstillingarnefnd var falið að gera tillögu að framboðslista.

Fjórar konur eru í sex efstu sætum á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi en hann birtist í heild sinni hér að neðan:

  1. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri
  2. Margrét Friðriksdóttir, skólameistari MK og forseti bæjarstjórnar
  3. Karen Elísabet  Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi og skrifstofustjóri
  4. Hjördís Ýr Johnson, kynningarstjóri og bæjarfulltrúi
  5. Guðmundur Gísli Geirdal, sjómaður og bæjarfulltrúi
  6. Jón Finnbogason, lögmaður og varabæjarfulltrúi
  7. Andri Steinn Hilmarsson, blaðamaður og háskólanemi
  8. Júlíus Hafstein, fyrrverandi skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu
  9. Halla Karí Hjaltested, framkvæmdastjóri
  10. Davíð Snær Jónsson, nemandi og grafískur miðlari
  11. Bergþóra Þórhallsdóttir, deildarstjóri
  12. Sigríður Kristjánsdóttir, skipulagsfræðingur
  13. Kristinn Þór Ingvason, kerfis- og viðskiptafræðingur
  14. Signý S. Skúladóttir, sölu- og markaðsstjóri
  15. Kristinn Örn Sigurðsson, nemi
  16. Valdís Gunnarsdóttir, hagfræðingur
  17. Jón Haukur Ingvason, framkvæmdastjóri
  18. Óli M. Lúðvíksson. skrifstofustjóri
  19. Hannes Þórður Þorvaldsson, lyfjafræðingur
  20. Lárus Axel Sigurjónsson, flotastýring akstursþjónustu Strætó bs.
  21. Stefán S. Konráðsson, framkvæmdastjóri
  22. Sigurrós Þorgrímsdóttir, stjórnsýslufræðingur