Í framhaldi af yfirtöku Kaupþings banka á breska bankanum Singer & Friedlander Group PLC í júlí 2005 hefur Ármann Þorvaldsson verið ráðinn forstjóri Singer & Friedlander. Ármann gegndi áður stöðu framkvæmdastjóra Fyrirtækjaráðgjafar Kaupþings banka á samstæðugrundvelli. Tony Shearer, fráfarandi forstjóri Singer & Friedlander, mun starfa við hlið Ármanns út nóvember til að auðvelda forstjóraskiptin. Warwick Jones, rekstrar- og fjármálastjóri Singer & Friedlander, mun jafnframt láta af störfum í mars næstkomandi.

Ármann hóf störf í Kaupþingi árið 1994, sem forstöðumaður hagdeildar. Ármann varð framkvæmdastjóri Fyrirtækjaráðgjafar bankans árið 1997. Hann hefur verið búsettur í Lundúnum síðastliðin þrjú ár.