*

laugardagur, 24. október 2020
Innlent 27. apríl 2017 18:40

Ármann tekur við Kviku

Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kaupþings Singer & Friedlander í Bretlandi, mun taka við Kviku.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Sigurður Atli Jónsson tilkynnti í dag að hann hygðist láta af störfum sem forstjóri Kviku. Frá þessu greindi Viðskiptablaðið fyrr í dag.

Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kaupþings Singer & Friedlander í Bretlandi, mun taka við sem forstjóri Kviku, en Vísir greindi fyrst frá þessu. 

Ármann hefur starfað í ríflega tvö ár hjá Virðingu, en hætti störfum í dag. Marinó Örn Tryggvason, forstöðumaður eignastýringar fagfjárfesta í Arion banka, mun þá líklegast koma yfir til Kviku og verða aðstoðarforstjóri.

Stikkorð: Virðing Ármann Kvika