*

föstudagur, 5. júní 2020
Fólk 24. október 2019 11:55

Arna Gunnur til WebMo

Arna Gunnur Ingólfsdóttir starfaði áður hjá Bláa lóninu en hefur fært sig yfir til WebMo sem er stafrænt markaðshús.

Ritstjórn
Arna Gunnur Ingólfsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt og hefur mikla reynslu af markaðsmálum.
Aðsend mynd

Arna Gunnur Ingólfsdóttir hefur hafið störf hjá WebMo Design þar sem hún mun veita stafrænni markaðssetningu, þróun og ráðgjöf forstöðu (Head of Digital).

WebMo Design er stafrænt markaðshús sem sérhæfir sig í stafrænni markaðssetningu og vef/appþróun. Hlutverk Örnu er að leiða, þróa og veita stafræna ráðgjöf ásamt því að sjá um viðskiptastýringu.

Áður starfaði Arna sem vefstjóri vefverslunar og sérfræðingur í erlendri stafrænni markaðssetningu hjá Bláa lóninu. Hún var sölu- og markaðsstjóri hjá hugbúnaðarhúsinu Stokkur og þar áður viðburða- og kynningarstjóri hjá Skemmtigarðinum Smáralind.

Arna er með BS.c í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík, Diploma í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum og Diploma í kvikmyndagerð. Hún hefur um 10 ára reynslu í markaðsmálum, vörumerkjastjórnun, viðskiptaþróun, þróun vefverslana og stýringu stafrænna miðla.