*

sunnudagur, 19. september 2021
Innlent 23. september 2020 13:08

Arnaldur hagnast um 163 milljónir

Tekjur Arnaldar Indriðasonar af fjárfestingum voru meiri en af bóksölu á síðasta ári. Eigið fé félags hans nemur yfir 900 milljónum.

Ingvar Haraldsson
Arnaldur Indriðason rithöfundur.

Hagnaður Gilhaga ehf., sem heldur utan um bókaskrif og -útgáfu Arnaldar Indriðasonar, hagnaðist um 163 milljónir króna á síðasta ári miðað við 118 milljóna króna hagnað á fyrra ári.

Athygli vekur að fjárfestingatekjur félagsins voru umtalsvert hærri á síðasta ári en tekjur af sölu bóka. Alls námu rekstrartekjur félagsins 69 milljónum króna í fyrra en árið 2018 voru þær 100 milljónir. Auk þess að það ár nam söluhagnaður 36 milljónum króna. Einn starfsmaður er hjá félaginu sem en launakostnaður nam 10,4 milljónum króna á síðast ári. Rekstarhagnaður nam 53 milljónum króna árið 2019 en var 126 milljónir króna árið áður.

Hagnaður af fjárfestingum nam 146 milljónum króna árið 2019 en miðað við 21 milljón króna á fyrra ári. Bókfærðar vaxtatekjur námu 129 milljónum króna og hækka um 108 milljónir króna á milli ára. Þá nam hagnaður af verðbréfasafni 16,5 milljónum króna í fyrra.

Eignir félagsins námu 940 milljónum króna í árslok en þar af nam verðbréfaeign 904 milljónum króna og handbært fé 18 milljónum króna. Eigið fé nam 902 milljónum króna í árslok og skuldir 38 milljónum króna. 

Gilhagi greiddi út 60 milljónir króna í arð í fyrra. Félagið er að fullu í eigu Arnaldar.