Arnaldur Indriðason rithöfundur fékk 40 milljónir í arð frá einkahlutafélagi sínu, Gilhaga ehf., í fyrra. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem skilað var til ársreikningaskrár á dögunum. Sé upphæðinni deilt niður á hvern mánuð ársins má sjá að Arnaldur hefur verið með 3,3 milljónir á mánuði í arð frá félagi sínu.

Heildarupphæðin, 40 milljónir, er töluvert meiri upphæð en Arnaldur fékk greitt frá félagi sínu árið á undan. Þá fékk hann greiddar fimm milljónir í heild, eða 417 þúsund á mánuði.

Eins og fram kom á VB.is í gær skilaði Gilhagi ehf. hagnaði upp á rúmar 139 milljónir króna á síðasta ári. Þetta er 23 milljónum krónum meiri hagnaður en árið 2011.