*

sunnudagur, 19. september 2021
Innlent 25. ágúst 2019 18:01

Arnaldur situr á 800 milljónum

Gilhagi, félag rithöfundarins Arnaldar Indriðasonar, hagnaðist um 117,5 milljónir á síðasta ári.

Ritstjórn
Arnaldur Indriðason hefur lengi trónt á toppi metsölulista í bókaútgáfu hér á landi, en félagið Gilhagi heldur utan um tekjur hans af skrifunum.

Hagnaður Gilhaga ehf., félags Arnaldar Indriðasona rithöfundar jókst um 28% á síðasta ári,  úr 91,9 milljónum í 117,5 milljónum króna.

Skiptust heildarrekstrartekjurnar í 99,9 milljóna beinar rekstrartekjur, 3,5 milljóna tekjur af húsaleigu og 35,8 milljóna söluhagnað. Þess utan nema vaxtatekjur félagsins 21,1 milljón króna, auk 419 þúsund króna hagnaði af verðbréfasafni.

Rekstrargjöldin námu í heildina tæplega 13,2 milljónum en þau skiptust í 9,7 milljóna laun og launatengd gjöld og 3,4 milljónir í annan rekstrarkostnað. Vaxtagjöld félagsins námu svo 31,6 þúsund krónum en gengistap félagsins nam 701,7 þúsund krónum.

Helsta breytingin milli áranna 2018 og 2017 var söluhagnaðurinn sem var enginn á árinu 2017, og vaxtatekjurnar sem höfðu numið 34,6 milljónum árið 2017. Tap af gengismun lækkaði líka milli ára, en það hafði verið 7,4 milljónir króna.

Hagnaður félagsins fyrir tekjuskatt, að teknu tilliti til bæði rekstrahagnaðar og fjármagnsliða nam því 146,8 milljónum króna, en tekjuskattsgreiðslur þess námu 29,3 milljónum króna.

Eigið fé félagsins jókst um þá sömu upphæð og hagnaður ársins, 117,6 milljónir króna, eða 17% og fór úr 681,8 milljónum í 799,4 milljónir króna í lok árs. Þar af eru 735,8 milljónir skráðar sem verðbréfaeign.

Þar sem skuldirnar eru 25,8 milljónir, og lækkuðu milli ára um tæplega 143 milljónir króna, fór eiginfjárhlutfallið úr 80,2% í 96,9% samhliða því að eignirnar lækkuðu úr 850,4 milljónum í 825,2 milljónir.

Stikkorð: Arnaldur Indriðason v