Nýjasta bók spennusagnahöfundarins Arnaldar Indriðasonar, Reykjavíkurnætur, er í efsta sæti á metsölulista Rannsóknarseturs verslunarinnar fyrir dagana 4. – 10. nóvember.

Þetta er önnur vikan í röð sem Reykjavikurnætur eru í efsta sæti listans en í öðru sæti kemur matreiðslubókin Stóra Disney heimilisréttabókin.

Það sem hins vegar vekur athygli er að Reykjavíkurnætur eru einnig í þriðja sæti listans, en þar um að ræða útgáfu bókarinnar í kilju. Þá er Hárið eftir Theodóru Mjöll í fjórða sæti en þar er  um að ræða leiðbeiningabók um fjölbreyttar hárgreiðslur.

Grillréttir Hagkaups eftir Hrefnu Rósu Sætran er þó mest selda bókin það sem af er ári en þá er ljósmyndabókin Iceland Small World eftir Sigurgeir Sigurjónsson næst mest selda bókin. Heilsuréttir fjölskyldunnar eftir Berglindi Sigmarsdóttur er í þriðja sæti yfir mest seldu bækur ársins og Fimmtíu gráir skuggar eftir E.I. Jones er í fjórða sæti.