Furðustrandir eftir Arnald Indriðason var vinsælasta bókin í síðustu viku eftir að hafa dottið úr toppsætinu tvær vikur þar á undan þegar Léttir réttir Hagkaups eftir Friðriku Hjördísi Geirsdóttur var í efsta sætinu.

Þá fer bókin Ég man þig eftir Yrsu Sigurðardóttur í annað sæti eftir að hafa verið í þriðja sæti síðustu vikur en Léttir réttir Hagkaups dettur nú niður í 3. sæti.

Í fjórða sæti var síðan bókin um Gunnar Thoroddsen eftir Guðna Th. Jóhannesson.

Þetta kemur fram í vikulegu yfirliti Rannsóknarseturs verslunarinnar þar sem birtur listi yfir söluhæstu bækurnar hér á landi. Metsölulistinn er birtur vikulega og byggir á upplýsingum frá  flestum bókaverslunum landsins og öðrum verslunum sem selja bækur (t.d. stórmörkuðum, bensínstöðvum o.fl.).

Furðustrandir er jafnframt mest selda bókin þar sem af er ári og slær þar sem út Stóru Disney matreiðslubókina sem haldið hefur toppsætinu sl. vikur.

Stóra Disney matreiðslubókin hefur undanfarnar vikur verið mest selda bókin það sem af er ári en sem fyrr segir sló Arnaldur hana út í síðustu viku.

Hér að neðan má sjá listann yfir mestu seldu bækurnar í síðustu viku auk metsölulistans það sem af er ári.

Metsölulisti 6. desember - 12. desember 2010

  1. Furðustrandir - Arnaldur Indriðason
  2. Ég man þig  - Yrsa Sigurðardóttir
  3. Léttir réttir Hagkaups - Friðrika Hjördís Geirsdóttir
  4. Gunnar Thoroddsen - Guðni Th. Jóhannesson
  5. Lífsleikni Gillz - Egill Gillz Einarsson
  6. Bók fyrir forvitnar stelpur! - Þóra Tómasdóttir/Kristín Tómasdóttir
  7. Stóra Disney matreiðslubókin - Ýmsir höfundar
  8. Þokan - Þorgrímur Þráinsson
  9. Útkall. Pabbi, hreyflarnir loga - Óttar Sveinsson
  10. Dömusiðir Tobbu - Þorbjörg Alda Marinósdóttir

Uppsafnaður metsölulisti tímabilið 1. janúar - 12. desember 2010

  1. Furðustrandir - Arnaldur Indriðason
  2. Stóra Disney matreiðslubókin - Ýmsir höfundar
  3. Léttir réttir Hagkaups - Friðrika Hjördís Geirsdóttir
  4. Ég man þig - Yrsa Sigurðardóttir
  5. Rannsóknarskýrsla Alþingis - Rannsóknarnefnd Alþingis
  6. Eyjafjallajökull - Ari Trausti Guðmundsson & Ragnar Th. Sigurðsson
  7. Borða, biðja, elska - Elizabeth Gilbert
  8. Póstkortamorðin - Liza Marklund/James Patterson
  9. Góða nótt yndið mitt - Dorothy Koomson
  10. Hafmeyjan - Camilla Läckberg