*

laugardagur, 25. september 2021
Innlent 16. júní 2020 10:55

Arnar Gauti selur í Heimavöllum

Arnar Gauti, framkvæmdastjóri Heimavalla, hefur selt allt hlutafé sitt í félaginu.

Ritstjórn
Arnar Gauti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimavalla.
Haraldur Guðjónsson

Arnar Gauti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimavalla, hefur selt allt hlutafé sitt í félaginu, samkvæmt tilkynningu Heimavalla til Kauphallarinnar í morgun. Söluverðið nemur um 37 milljónir króna.

Fyrr í morgun barst tilkynning frá Heimavöllum um að yfirtökutilboði norska félagsins Fredensborg AS hafi lokið í gær. Fredensborg mun eiga 99,45% af útistandandi hlutafé Heimavalla eftir uppgjör tilboðsins. 

Erlendur Magnússon, fyrrverandi stjórnarformaður Heimavalla, hefur einnig selt allan hlut sinn í leigufélaginu fyrir 37,5 milljónir króna.