Arnar Ingi Friðriksson hefur gengið til liðs við ráðgjafafyrirtækið Officium ráðgjöf ehf. Arnar er með M.Sc. gráðu í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík og er með starfsréttindi sem sálfræðingur. Hann hefur m.a. unnið hjá Landspítalanum, Reykjalundi og Landlæknisembættinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Officium.

Arnar Ingi mun sinna bæði stjórnendaráðgjafastörfum sem og einstaklingsviðtölum ásamt því að sinna greiningum og lausnum á vinnustaðatengdum málum sem þarfnast úrlausnar.