Arnar Sigurðsson, eigandi Santewines, kærði Ívar J. Arndal, forstjóra ÁTVR, til lögreglunnar vegna rangra sakargifta fyrir rúmu ári síðan. Arnar segir í samtali við Viðskiptablaðið að málið snúi að ásökunum á vef stofnunarinnar um að Sante SAS hefði innheimt virðisaukaskatt af seldum vörum án þess að vera með sérstakt virðisaukaskattsnúmer.

Auðvelt hefði verið fyrir stofnunina að athuga málið fyrst hjá Skattinum áður en slíkar ásakanir voru lagðar fram að sögn Arnars. Hann bætir við að númerið hefði þegar verið á reikningum félagsins. Í ofanálag hafi Ívar í nafni ÁTVR farið í mál við vefverslunina sem var vísað frá af Héraðsdómi.

„Það liggur alveg fyrir að þessar sakargiftir sem hann hélt á lofti voru ósannar. Við buðum Ívari að draga til baka fyrri fullyrðingu og halda hinu gagnstæða fram. Það gat hann ekki gert vegna þess að hann var í sumarleyfi. Niðurstaðan var að ég kærði hann til lögreglunnar. Svo bíðum við bara og sjáum hvað lögreglan gerir í málinu,“ segir Arnar.

Sjá einnig: Kröfum ÁTVR gegn Sante vísað frá

Ekki bárust svör frá lögreglunni við fyrirspurn Viðskiptablaðsins um stöðu málsins áður en blaðið fór í prentun. Í samtali við Viðskiptablaðið segist Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, ekkert hafa heyrt um málið í nokkurn tíma og kannaðist ekki við að lögreglan hefði leitað til stofnunarinnar vegna þess.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði