Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir
Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Félag í eigu fótboltabræðranna Arnar og Bjarka Gunnlaugssona hefur keypt tvö fjölbýlishús af Íbúðalánasjóði á Selfossi. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp. Það er þó talið nema á sjötta hundrað milljóna króna. Bræðurnir eru sagðir ætla að leigja út íbúðir í blokkuknum og létta þar með á eftirspurn eftir húsnæði á Selfossi.

Fram kemur í Sunnlenska fréttablaðinu um málið að blokkirnar eru við Fossveg og Eyrarveg á Selfossi og íbúðirnar samtals 44.

Blaðið segir að Íbúðalánasjóður hafi þrisvar áður gengið að kauptilboði í blokkirnar. Tilboðsgjafar hafi ekki getað sýnt fram á fjármögnun og tilboðin því gengið til baka.