Starfsmenn verktakafyrirtækisins Arnarfells á Akureyri undirbúa af kappi jarðgangagerð vegna svokallaðrar Ufsarveitu Kárahnjúkavirkjunar. Markmiðið er að ,,komast ofan í jörðina" áður en vetur sest að á hálendinu eystra. Lokið er við að grafa lausan jarðveg frá væntanlegu inntaki ganganna og unnið að því að sprengja bergið og leggja veg að vinnusvæðinu. Þetta kemurfram í frétt á vef Kárahnjúka.

Arnarfell annast gerð jarðganga og inntaks í göng úr Ufsarlóni í Jökulsá í Fljótsdal ásamt því að leggja veg að Ufsarlóni og austur að Kelduá.