Arnarlax tapar 127 milljónum króna á rekstrarárinu 2015, en fyrir skatt nam tapið 159 milljónum króna. Árið á undan nam tapið 108 milljónum króna. EBITDA félagsins var neikvæð um 24 milljónir króna.

Eignir félagsins nema 1,6 milljörðum króna, og er það aukning frá 1,1 milljarði frá lok árs 2014. Þar af hefur birgðastaða líffræðilegra eigna (e.biological assets) félagsins farið úr 384 milljónum í 1,38 milljarða króna á árinu.

Í efnahagsreikningi eru tilgreindar langtímaskuldir sem mena einum milljarði króna, en árið á undan voru þær 87 milljónir. Aðrar skuldir nema 777 milljónum króna, og hafa þær aukist úr 582 milljónum frá árinu á undan.