Arnbjörn Már Rafnsson hefur verið ráðinn í starf forstöðumanns Bíla- og tækjafjármögnunar Landsbankans, en hann er með B.Sc. og M.Sc. gráður í fjármálum og alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Árósum í Danmörku.

Arnbjörn hóf störf á sviði Endurskipulagningar eigna Landsbankans árið 2010 en frá 2012 hefur hann verið viðskiptastjóri fyrirtækja hjá Bíla- og tækjafjármögnun bankans.

Áður starfaði Arnbjörn hjá bílaumboðinu BL, fyrst sem sölumaður og síðar sölustjóri. Starfið var auglýst 8. apríl sl. og bárust alls 43 umsóknir.