Arngrímur Fannar Haraldsson hefur verið ráðinn verkefnastjóri  tónlistarviðburða í Hörpu með rafmagnaða tónlist sem sérsvið.

Arngrímur Fannar er með B.S próf í ferðamálafræði frá HÍ og starfaði sem sölustjóri hjá Icelandair Hotels á árunum 2005 til 2007. Hann vann við viðburðastjórnun hjá Glitni árin  2007 og 2008 og starfaði nú síðast sem viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði Vodafone.

Arngrímur Fannar hefur 20 ára reynslu af hljóðfæraleik sem meðlimur í hljómsveitinni Skítamóral. Hann hefur einnig talsverða reynslu af tónleikahaldi og skipulagningu tónlistarviðburða. Arngrímur Fannar hefur störf í Hörpu í febrúar næstkomandi.