Árni Sigfússon fráfarandi bæjarstjóri í Reykjanesbæ ætlar að búa áfram í Reykjanesbæ. Þetta segir hann í samtali við Víkurfréttir.

„Við Bryndís erum ekkert að fara. Það þarf eitthvað mikið að gerast til að við höfum áhuga á að flytjast úr þessum fallega og góða bæ sem búið að er byggja upp. Það segir mest um hvað við erum stolt af þessu samfélagi,“ sagði Árni Sigfússon,  í kveðjuhófi og veislu í tilefni 20 ára afmælis bæjarins.

Eflaust hafa spurningarnar vaknað í ljósi þess að Árni bjó í Reykjavík, og var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, áður en hann fluttist til Reykjanesbæjar og varð skömmu síðar bæjarstjóraefni sjálfstæðismanna í bænum.

Árni segist ekki ætla að leiða lista flokksins eftir fjögur ár. „Ég tel að ég verði kallaður til annarra verkefna. Það er alveg skýrt að á þessum tímamótum er ég að hætta sem bæjarstjóri og mun taka að mér önnur verkefni.“