Kirkjusandur undirritun 13.09.09
Kirkjusandur undirritun 13.09.09
© BIG (VB MYND/BIG)
Árni Tómasson ætlar að taka því rólega og fara í frí, í fyrsta sinn í þrjú ár. Árni hefur gegnt starfi formanns skilanefndar bankans en tilkynnti í dag að hann hyggst láta af störfum nú um mánaðarmótin. Hann hefur ekki ráðið sig til annarra starfa.

Árni verður áfram í stjórn Íslandsbanka og segir í samtali við Viðskiptablaðið að hann muni áfram sjá um ákveðin mál, að beiðni slitastjórnarinnar.  Meðal mála sem hann fylgir eftir eru mál í Lúxemborg, sem Árni segir að séu að komast á lokastig. Þá verði hann innan handar við önnur tilfallandi mál.

„Þetta hefur verið viðburðaríkur tími og er í meginatriðum komið á ágætis rekspöl,“ segir Árni í samtali við Viðskiptablaðið.