Árni Friðleifsson, lögregluþjónn og varaformaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns á aðalfundi félagsins þann 27.febrúar næstkomandi. Núverandi formaður hyggst ekki bjóða sig fram.

„Síðustu sex ár hef ég setið í stjórn SVFR og þar af verið varaformaður stjórnar frá árinu 2011. Ég er vel inn í þeim málum sem undanfarið hafa verið á dagskrá hjá stjórn félagsins. Þessi ár hafa um margt verið sérstök, en með góðu samstarfi þeirra sem sitja innan stjórnar höfum við náð að snúa félaginu af ógæfubraut. Við horfum nú fram á veginn og framtíðin er nokkuð björt ef vel er haldið á spilum,“ segir Árni í pistli sem hann sendi félagsmönnum SFVR.

Fráfarandi formaður SVFR er Bjarni Júlíusson.