Árni Geir Pálsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Median hf. Median er hugbúnaðarfyrirtæki, færslumiðlari og vinnsluaðili á sviði rafrænnar greiðslumiðlunar. Um helmingur umsvifa félagsins er vegna alþjóðlegrar færslumiðlunar.

Meðal viðskiptavina félagsins eru Reiknisstofa bankanna, Icelandair, CCP, Swiss International Airlines, Brittish Midland og Britis Airways. Árni Geir, sem er viðskiptafræðingur að mennt og með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum frá Copenhagen Business School, var áður framkvæmdastjóri Latabæjar en á árunum 2000 til 2005 starfað hann sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Icelandic Group.