Fjárfestarnir Árni Hauksson, formaður stjórnar Haga, og Hallbjörn Karlsson gefa ekki áfram kost á sér sem stjórnarmenn í Högum. Þau Salvör Nordal heimspekingur og Sigurður Arnar Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Húsasmiðjunnar, gefa kost á sér í stað þeirra. Þau Salvör og Sigurður eru sjálfkjörinn í stjórnina, sem samanstendur af fimm einstaklingum. Aðalfundur Haga verður haldinn 5. júní næstkomandi.

Aðrir stjórnarmenn Haga gefa kost á sér áfram. Það eru þau Erna Gísladóttir, forstjóri og eigandi BL, og Kristín Friðgeirsdóttir, dósent í stjórnunar- og rekstrarfræðum við London Business School, og Stefán Árni Auðólfsson,  lögmaður hjá Lögmönnum Bárugötu slf.

Þeir Árni og Hallbjörn eiga félagið Hagamel sem heldur utan um hlutabréfaeign þeirra og Sigurbjörns Þorkelssonar í Högum. Félagið seldi 77 milljónir hluta í Högum í febrúar fyrir 3,2 milljarða króna. Það var um fjórfalt hærra verð en félagið keypti hann á.