Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra sagðist aðspurður hafa íhugað að segja af sér eftir að sú fjármálakrísa sem nú ríkir hér landi skall á.

Þetta kom fram í viðtali við Árna í Ísland í dag á Stöð 2 fyrir stundu.

Hann sagði hins vegar að eftir að hafa metið stöðu sína hefði hann komist að þeirri niðurstöðu að hann þyrfti ekki að segja af sér.

Árni sagði að sterk staða ríkisfjármála væri liður í því að koma landinu í gegnum núverandi krísu.