Árni Múli Jónasson lögfræðingur hefur verið skipaður fiskistofustjóri, frá 1.september til fimm ára. Frá sama tíma hefur Þórði Ásgeirssyni verið veitt lausn frá störfum að eigin ósk, en hann hefur stýrt Fiskistofu frá stofnun hennar. Árni Múli er héraðsdómslögmaður og hefur meistarapróf í alþjóðlegum mannréttindalögum frá háskólanum í Lundi.

Hann hefur starfað á Fiskistofu frá 1992, fyrst sem forstöðumaður veiðistjórnunarsviðs og síðan 1999 sem aðstoðar fiskistofustjóri, að frátöldum þrem árum.