Árni Sigurjónsson, yfirlögfræðingur Marel, var kjörinn formaður Samtaka iðnaðarins ( SI ) á aðalfundi félagsins í morgun til næstu tveggja ára. Guðlaug Kristbjörg Kristinsdóttir, stjórnarformaður Límtré Vírnets og Securitas , gaf einnig kost á sér í kjörinu. Varð niðurstaðan sú að Árni hlaut 71,5% atkvæða. Tekur Árni við formennsku af Guðrúnu Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóra Kjöríss en hún gaf ekki kost á sér til endurkjörs.

Alls gáfu sjö kost á sér til almennrar stjórnarsetur og var kosið um fimm sæti. Þeir sem setjast í stjórn Samtaka iðnaðarins til næstu tveggja ára:

  • Arna Arnardóttir, gullsmiður.
  • Egill Jónsson, Össur.
  • Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, CRI .
  • Valgerður Hrund Skúladóttir, Sensa.
  • Vignir Steinþór Halldórsson, MótX.

Fyrir í stjórn Samtaka iðnaðarins eru:

  • Ágúst Þór Pétursson, húsasmíðameistari.
  • Guðrún Halla Finnsdóttir, Norðurál.
  • Magnús Hilmar Helgason, Launafl.
  • Sigurður R. Ragnarsson, ÍAV.