Árni G. Hauksson hefur tekið stjórnarformennsku hjá sprotafyrirtækinu Amivox. Hann verður búsettur í Japan. Þar hefur hann búið síðan árið 2006. Árni hóf störf hjá Goldmans Sachs í Japan árið 2006 og er nýhættur þar sem framkvæmdastjóri. Hann er eftir sem áður varaformaður Íslenska verslunarráðsins í Japan.

Árni vann áður hjá Amaranth Advisors í þrjú ár, hjá ráðgjafarisanum McKinsey í New York á árunum 2000 til 2003 og hjá Paribas-banka á árunum 1997 til 2000.

Árni er með doktorsgráðu frá MIT en hann varði doktorsritgerð sína í aðgerðagreiningu við háskólann í lok september árið 1997. Amivox var stofnað árið 2007. Með hugbúnaði fyrirtækisins er hægt að hringja ódýrt á milli landa og senda töluð smáskilaboð. Notendur fyrirtækisins eru nokkrir tugir þúsunda um heim allan.