Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður Marels [ MARL ], endurtók orð sín frá afkomufundinum fyrir fjórða fjórðung á  afkomufundi félagsins í morgun fyrir fyrsta fjórðung: Það er metnaður fyrir því að Marel verði áfram skráð á hlutabréfamarkað.

Í ár munu sex fyrirtæki kveðja Kauphöll Íslands og útlit er fyrir að það sjöunda bættist í þeirra hóp.

Marel hefur á um það bil tveimur árum keypt þrjú fyrirtæki.

Erlendir bankamenn hafa sagt við Árna Odd að það sé ekki hægt að reka skráð fyrirtæki á hlutabréfamarkaði og sameina það þremur öðrum fyrirtækjum. Það yrði að taka það af markaði og endurskipuleggja fyrirtækið.

Á afkomufundinum fyrir fjórða fjórðung sagði Árni Oddur: „Það var rétt að gera þetta á þessum hraða, þó að tímabundinn hagnaður líði fyrir það. Vegna þess að hin leiðin væri að fara í yfirtöku á tveggja ára fresti og fara þá í endurskipulagningu ofan á endurskipulagningu."