Á undanförnum vikum hafa orðið umtalsverðar breytingar á eignarhaldi Marel. Eignarhlutur Burðaráss hf, sem hefur verið leiðandi hluthafi, hefur flust yfir til Landsbanka Íslands hf. Á sama tíma hefur Eyrir fjárfestingafélag ehf aukið sinn hlut verulega og á nú tæplega 30% í félaginu. Árni Oddur Þórðarson, framkvæmdastjóri Eyris, hefur tekið við stjórnarformennsku af Friðrik Jóhannssyni fyrrverandi framkvæmdastjóra Burðarás.

Fráfarandi stjórnarformaður Friðrik Jóhannsson segir: ?Eyrir er að mestu í eigu tveggja einstaklinga sem eiga mikla hagsmuni í Marel og við þessar aðstæður er mikilvægt að þeir taki frumkvæði í rekstri félagsins ".

Við stjórnarformennsku tekur Árni Oddur Þórðarson framkvæmdastjóri Eyris. Hann segir í tilkynningu sem send var út af þessu tilefni: ?Eyrir horfir til langs tíma og ætlar að styðja við frekari vöxt félagsins".