Nýir hluthafar hafa eignast ríflega 9% hlut í Kjarnanum. Vogabakki, fjárfestingafélag Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar, hefur eignast 4,57% hlut. Þá hafa Úlfar Erlingsson, starfsmaður Google og Charlotta María Hauksdóttir ljósmyndari einnig eignast saman 4,57% hlut.

Árni og Hallbjörn áttu síðast í fjölmiðli þegar þeir voru hluthafar í Fréttatímanum frá nóvember 2015 til ársbyrjunar 2017. Þá seldur þeir hlutinn til annarra hluthafa. Fréttatíminn fór svo í þrot í maí 2017.

Kjarninn greinir einnig frá því að 2,5 milljóna króna tap hafi verið á rekstrinum árið 2018. Kjarninn segir að sé horft framhjá einskiptisliðum sem féllu til í upphafi ársins hafi rekstur félagsins verið jákvæður. Eigið fé Kjarnans hafi verið 11,2 milljónir króna um síðustu áramót. Tekjur Kjarnans jukust um 24,5% milli ára en helmingur teknanna kemur í formi styrkja frá lesendum. Fyrirtækið réð nýlega Eyrúnu Magnúsdóttur sem framkvæmdastjóra félagsins.

Hjálmar Gíslason er stærsti hluthafi Kjarnans með 17,68% hlut en hluthafalista Kjarnans má sjá í heild sinni hér að neðan:

  • HG80 ehf. í eigu Hjálm­ars Gísla­son­ar 17,68%
  • Mið­eind ehf. í eigu Vil­hjálms Þor­steins­sonar 17,21%
  • Birna Anna Björns­dótt­ir 11,80%
  • Magnús Hall­dórs­son 11,32%
  • Þórður Snær Júl­í­us­son 10,01%
  • Hjalti Harð­ar­son 7,59%
  • Fagri­skógur ehf. í eigu Stef­áns Hrafn­kels­son­ar 4,67%
  • Milo ehf. í eigu Gumma Haf­steins­sonar og Eddu Haf­steins­dótt­ur 4.67 %
  • Voga­bakki ehf. í eigu Árna Hauks­sonar og Hall­björns Karls­sonar 4,67%
  • Charlotta María Hauks­dóttir og Úlfar Erlings­son 4,67%
  • Birgir Þór Harð­ar­son 2,37%
  • Jónas Reynir Gunn­ars­son 2,37%
  • Fanney Birna Jóns­dótt­ir 0,93%