Í Viðskiptaþættinum á Útvarpi Sögu í dag verður rætt við Árna Þór Árnason, framkvæmdastjóra Austurbakka, um rekstur félagsins og aðstæður á markaði. Árið 2004 einkenndist af taprekstri félagsins og þeim aðgerðum sem stjórn félagsins og framkvæmdastjórn fóru í um mitt ár 2004 til að rétta reksturinn við. Árangur fór að koma í ljós á seinni hluta ársins og gerir stjórnin ráð fyrir að sú þróun haldi áfram á árinu 2005, sagði í tilkynningu til Kauphallarinnar þegar uppgjör félagsins var kynnt.

Í seinni hluta þáttarins verður rætt við Runólf Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, en skólinn hyggst ganga frá víðtæku samstarfi við Háskólann í Shangai.

Þá verður rætt við Önnu Margréti Guðmundsdóttur sérfræðing hjá Greiningu ÍSB um nýtt mat þeirra á Bakkavör.