„Ísland er á krossgötum og stendur þar kyrrt. Þjóðin þarf að velja rétta leið,“ skrifar Árni Páll Árnason, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra í bréfi til flokkssystkina sinna í Samfylkingunni á sama tíma og hann lýsir því yfir að hann ætli að bjóða sig fram sem formann flokksins.

Eins og nýverið var greint frá ætlar Jóhanna Sigurðardóttir að stíga frá sem formaður í kringum næstu þingkosningar.

Í bréfinu fer hann yfir stöðu efnahagsmála hér á landi og verkefnin framundan.

„Til þessara verka vil ég ganga. Ég hlakka til að hitta fólk um land allt á næstu mánuðum, hlusta og ræða úrlausnarefnin,“ skrifar hann.

Bréf Árna Páls Árnasonar