*

miðvikudagur, 22. september 2021
Innlent 13. apríl 2016 13:29

Árni Páll birtir skattframtal

Segist fagna frumkvæði Eyglóar og vonar að það verði öðrum hvatning til að svara réttmætum spurningum sem að þeim snúa.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Árni Páll birti í dag lykilupplýsingar úr skattframtali á heimasíðu sinni. Segist hann fagna frumkvæði Eyglóar Harðardóttur sem hefur birt upplýsingar úr skattframtali vegna sín og maka síns á síðasta ári og árinu þar á undan.

Á heimasíðu sinni segir Árni að vilji fara að frumkvæði hennar og leggi því spilin algerlega á borðið hvað varðar tekjur sínar og konu sinnar, eignir þeirra og skuldir. „Vonandi verður það öðrum hvatning til að svara réttmætum spurningum sem að þeim snúa.“

Eygló Harðardóttir hefur að eigin frumkvæði birt ýmsar upplýsingar umfram þær sem reglur um hagsmunaskráningu þingmanna ná til. Er hún ein ráðherra sem hefur opinberað upplýsingar sínar á þann hátt. Á ráðherrasíðu hennar er m.a. að finna sundurliðaðan kostnað við ferðalög og upplýsingar úr skattaskýrslum.