Mjög skaðlegt væri að leggja niður efnahagsráðuneytið, segir Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra. Efling ráðuneytisins sé hornsteinn stjórnarsáttmálans. Er þetta haft eftir ráðherranum á vefsíðu RÚV.

Árni Páll segir hugmyndir um að sameina sameina efnahags- og viðskiptaráðuneytið við fjármálaráðuneytið mjög misráðnar. Sameining væri stórskaðleg því hún myndi fækka ólíkum viðhorfum. Einsleitni í umræðunni hafi verið meðal þess sem leiddi til hrunsins. Árni kveðst ekki vita hvort hann sjálfur haldi áfram sem ráðherra eða ekki. En burtséð frá því, sé í stjórnarsáttmálanum sé talað um að efla efnahagsráðuneytið - ekki leggja það niður.

Ekki megi kúga ekki hlutina niður í einhæfni og einfalt meirihlutaræði eins og svo oft hafi verið gert.