Árni Páll Árnason er enn efnahags- og viðskiptaráðherra, þó annað hafi komið fram á heimasíðu hans í dag. Samkvæmt upplýsingum frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu er Árni Páll hvorki hættur né að íhuga slíkt. Hann er nú staddur í Brussel.

Á heimasíðu Árna Páls í dag mátti lesa að hann væri kominn með nóg og hafi ákveðið að segja af sér.

Færsluna má lesa hér að neðan:

Ég er kominn með nóg - Takk fyrir mig.

Ég hef ákveðið að segja af mér vegna vaxandi óánægju í minn garð frá almenningi.  Ég vill geta verið í stjórn þar sem fólkið í landinu er ánægt með mín störf frekar en að fá haturs tölvupósta oft a dag.  Einnig er stjórn Vinstri Grænna klofin og algjörlega óstarfhæf þar sem þau neita að hlusta á okkur .

Ég skrifa þetta í miklu flýti og ég kem með frekari yfirlýsingu þegar líður að kvöldi.

Takk fyrir mig og afsakið að ég hafi ekki staðið mig nógu vel í þessu starfi.

Kv. Árni Páll Árnason

Stækka má myndina með því að smella á hana:

Heimasíða Árna Páls Árnasonar
Heimasíða Árna Páls Árnasonar
© None (None)