Árni Páll Árnastjórn, formaður Samfylkingarinnar, er fyrsti formaður stjórnarflokks í heil þrjátíu ár sem er utan ríkisstjórnarinnar. Síðast gerðist það þegar Þorsteinn Pálsson tók formannsstólinn í Sjálfstæðisflokknum árið 1983.

Fram kemur í dálkinum Frá degi til dags í Fréttablaðinu í dag að þetta sé óheppileg staða hjá Árna Páli. Rifjað er upp að eftir kjör Þorsteins tóku við ýmsar hrókeringar til að koma Þorsteini í ríkisstjórn og ollu þær miklum titringi innan flokksins. Davíd Oddsson náði svo formannsstólnum af Þorsteini árið 1991.