Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að íslenska sendinefndin á fundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins njóti velvildar á vorfundi AGS og stöðu Íslands eftir að Icesave var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu sé sýnd afskaplega mikill skilningur. Árni Páll er í Washington ásamt Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra og Arnóri Sighvatssyni aðstoðarseðlabanka á vorfundi AGS og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Árni Páll sagði hádegisfréttum RÚV að því hefði verið haldið til haga að evrópskt regluverk gerði ráð fyrir að hægt væri að leggja mál fyrir dóm. Lögð hefði verið áhersla á að hollenskir innstæðueigendur fái sitt að öllu eða mestu leyti til baka úr þrotabúi Landsbankans, en sendinefndin hittir hollensku sendinefndina í dag. Engin ástæða sé til að hrökkva af hjörunum vegna niðurstöðunnar í Icesave kosningunni um síðustu helgi.