Ríkisstjórnarfundur
Ríkisstjórnarfundur
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra telur réttast að byrja ferlið á endurskoðun stjórnkerfi fiskveiða upp á nýtt. Nú liggi fyrir vönduð úttekt og vísar Árni Páll þar í skýrslu sex hagfræðinga sem gagnrýna frumvarp Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra. Fréttastofa RÚV greindi frá í hádegisfréttum. Í skýrslunni segir að frumvarpið dragi úr arðsemi greinarinnar.

Árni Páll er ósammála Lilju Rafney Magnúsdóttur, formanni sjávarútvegsnefndar Alþingis, um að breyta þurfi stjórnkerfi fiskveiða með aðaláherslu á byggðasjónarmið. Hún hefur sagt að fleiri komi til en hagfræði við endurskoðun kerfisins. Árni Páll segir í samtali við RÚV að hagsæld landsins byggi á að fiskveiðar séu arðsamar. Grundvallarmarkmið hljót að vera arðbær sjávarútvegur sem standi undir lífskjörum í landinu, ef dregið verði úr arðsemi þá tapi öll þjóðin.

Hann telur að arðbær sjávarútvegur geti staðið undir háu veiðileyfagjaldi og aðgerðum sem styðji við byggðir í landinu með öðrum hætti. Ekki komi til greina að skaða atvinnugreinina og draga þannig úr verðmætasköpun í landinu.