Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði í morgunútvarpi Rúv í morgun að hægt væri að spara hjá ríkinu með því að sameina stofnanir. Hann hefði viljað það þegar hann var ráðherra en fann ekki fyrir miklum vilja til þess hjá núverandi stjórnarflokkum sem þá voru í stjórnarandstöðu.

Árni sagði hægt að ná fram sparnaði með því að fækka stofnunum án þess að það bitnaði á þjónustunni. Hann tilgreindi ekki hvaða stofnanir átti að sameina en nefndi að skoða mætti sameiningu háskóla.