Árni Páll Árnason, fyrsti þingmaður Samfylkingarinnar í Kraganum, verður félagsmálaráðherra í nýrri ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Katrín Júlíusdóttir, annar þingmaður Samfylkingarinnar í Kraganum, verður iðnaðarráðherra.

Gylfi Magnússon verður áfram viðskiptaráðherra og Ragna Árnadóttir áfram dómsmálaráðherra.

Svandís Svavarsdóttir verður umhverfisráðherra og Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Þar með munu fjórir nýir ráðherrar taka við ráðherrastólum í dag.

Fundir VG og Samfylkingar samþykktu í dag nýjan stjórnarsáttmála.

Stjórnarsáttmáli og ný ríkisstjórn undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur verður formlega kynnt á blaðamannafundi klukkan 16.00 í dag í Norræna húsinu.